"

Tjaldsvæðið Djúpadal

Tjaldsvæðið í Djúpadal er skemmtilegur viðkomustaður fyrir þá sem eru að heimsækja vestfirðina. Djúpidalur er fjölskyldu rekið ferðaþjónustu- og sauðfjárbú. Þar má finna tjaldsvæði, kofagistingu, gistiheimili og sundlaug. Dalurinn er jökulsorfin og auðugur af jarðminjum og gaman er að ganga um svæðið og leyfa sér að vera forvitin um náttúruna. Borhola sér bænum fyrir nægu heitu vatni.
Hundar eru velkomnir á tjaldsvæðinu en eru á ábyrgð eigenda. Eigendum er skylt að þrífa upp eftir sína hunda og hafa þá í bandi. Munum að það geta leynst ýmsar hættur í umhvefinu fyrir ferfættu vini okkar sem ekki eru vanir sveitinni.


Þjónusta í boði

  • Opið allt árið
  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Heitur pottur
  • Sundlaug
  • Sturta
  • Hundar leyfðir
  • Leikvöllur
  • Heitt vatn
  • Aðgangur að neti
  • Svefnpokapláss
  • Smáhýsi til útleigu
  • Losun skolptanka
  • Rafmagn

Lýsing á aðstöðu

Aðstöðuhús
Nærri tjaldsvæðinu er 150m2 aðstöðu hús. Þar má finna salerni, borð, stólar, sófa og eldhúskrók. Mögulegt er að leigja húsið í fyrirframákveðin tíma yfir dag eða kvöld fyrir enkasamkvæmi. Við syðri enda hússins er hoppubelgur

Tjaldsvæði og sundlaug
Tjaldsvæði fyrir tjöld með sléttu grasi. Svæði fyrir húsbíla er með malar undirlagi og gervigrasi. Rafmagn er á tjaldsvæðinu. Manir eru umhverfis tjaldsvæðið sem veita gott skjól.
Kofar eru með einbreiðu rúmi, tvíbreiðri neðri koju og einbreiðri efri koju (svefnpláss fyrir 4). Borð og stólar eru í kofanum en WC, eldunaraðstaða og sturta eru sameiginleg tjaldsvæðinu.

Lítil aðstöðuhús eru á tjaldsvæðið með WC, sturtum og útivöskum. Hægt er að stinga smáraftækjum í hleðslu í læstum skápum. Nóg er af heitu og köldu vatni á svæðinu. Sundlauginn er inni, fyrir utlan laugarhúsið er pallur og heitur pottur. Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum til þess að meiga fara í sundlaugina. Við mælum ekki með því að fara einsamall í sund.

Opnunartími

Ferðaþjónustan Djúpadal er opin allan ársins hring. Opið er í sundlaugin frá kl 8-22 alla daga ársins (gestir eru á eigin ábyrgð í lauginni).


Verð

Verð 2024

Verðskrá fyrir tjaldsvæði
16 ára og eldri ​​​2000 kr
Rafmagn ​​​1000 kr
Börn 15 ára og yngri ​​frítt

Verðskrá fyrir kofagistingu
​​Grunngjald fyrir Kofa + 1 gest ​7000kr
​​Fyrir hvern gest til viðbótar ​2000kr
​​Fyrir hvert uppbúið rúm​​ 2500kr

Verðskrá fyrir sundlaug
​​16 ára og eldri ​​​​800 kr
​​Börn 6-15 ára​​​​ 200 kr
​​Börn, 5 ára og yngri​​​ frítt

Gisting í húsum
​​Þórishólmi (gisti pláss fyrir 4)​​ 20000kr
​​Sundlaugarherbergið (stúdíó fyirr 2)​10000kr
​​Gamli bærinn (gistipláss fyrir 7)​​ 25000kr
​​Stakt rúm í Gamla bænum​​ 5000kr
​​Fyrir hvert uppbúið rúm ​​​2500kr

Vinsamlegast hafið samband ef spurningar vakna eða ef þið viljið bóka gistingu.
Sími: 434-7853
djupadal@simnet.is
https://www.facebook.com/djupadal