"

Tjaldsvæðið Borgarfirði eystri

Tjaldsvæðið er við rætur Álfaborgar á Borgarfirði eystra, nálægt allri þjónustu og steinsnar frá Hafnarhólma. Svæðið skiptist upp í stórt þrískipt tún og tvö malarstæði. 40 rafmagnstenglar eru á svæðinu. Hinum megin við götuna má finna Álfacafé, rótgróið kaffihús í þorpinu. Svo er í fimm mínútna göngufjarlægð tvö veitingahús, verslun og ærslabelgur. Hægt er að fara í Frisbígolf á velli sem er inn af tjaldsvæðinu við Álfaborg. Einnig er eitt mest uppbyggða kerfi gönguleiða á landinu við þröskuld Borgarfjarðar eystra og hægt er að eyða mörgum dögum í að ganga um svæðið og eiga samt nóg eftir. Uppbygging á fjallahjólreiðaleiðum er einnig hafin og stendur nú þegar til boða að fara stunda fjallahjólreiðar á svæðinu.


Þjónusta í boði

  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Þvottavél
  • Hundar leyfðir
  • Rafmagn
  • Heitt vatn
  • Aðgengi fyrir hjólastóla
  • Losun skolptanka
  • Gönguleiðir

Lýsing á aðstöðu

Þjónustuhúsin eru tvö. Í öðru húsinu er móttaka, sameiginlegt rými með litlu bókasafni og spilum ásamt eldhúsi og þvottahúsi. Í hinu eru klósett og tvær sturtur sem ganga fyrir klinki. Hægt er að leigja fjallahjól frá Fjord Bikes og frisbídiska í móttökunni.

Opnunartími

Opið yfir sumartímann. Opið í móttöku frá kl. 7.00 til kl. 23.00


Verð

Verð 2022

1500,- krónur á mann fyrir nóttina, ekkert bifreiðagjald.
1000,- krónur á nótt fyrir rafmagn.