"

Reykjavík

Velkomin á Tjaldsvæðið í Laugardal sem er opið allt árið til að taka á móti sívaxandi fjölda gesta í tjöldum og bílum.
Innritun er af vefsíðunni og í staðfestingarpóstinum er kóði en sá opnar hliðin inn á svæði sem þið bókuðu ykkur og inn í þjónustuhúsið.
Í sumar er móttakan opin allan daginn inn á Dal kaffihúsi & Hosteli við hliðina. Þjónustuhúsin eru opin allan sólarhringinn.
Látið okkur vita hvernig við getum aðstoðað ykkur þannig að þið sem best njóta dvalarinnar.

Við höfum sjálfbærni að leiðarljósi í allri starfsemi og hvetjum gesti til ábyrgrar ferðamennsku. Við fylgjum Sjálfbærnistefnu Tjaldsvæðisins og við höfum innleitt margvíslegar lausnir til að lágmarka áhrif rekstursins, bæði á umhverfi og samfélagið. Um árabil var tjaldsvæðið viðurkennt af EarthCheck fyrir árangur sinn í umhverfismálum og nú vinnur það samkvæmt Vakanum, gæða- og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar á Íslandi.


Lýsing á aðstöðu

Aðstaðan á tjaldsvæðinu er mjög góð fyrir bæði þá sem gista í tjaldi og í bílum. Allt að 50 bílar geta tengst rafmagni samtímis á svæði A en samtals er pláss fyrir a.m.k. 150 bíla í stæði á nóttu. Hámarks dvöl eru 7 nætur yfir mánaðartímabil. Skammt frá tjaldsvæðinu, að Klettagörðum 14, er aðstaða borgarinnar til að losa ferðasalernið.

Önnur þjónusta og aðstaða sem í boði er á Tjaldsvæðinu eða er í næsta nágrennii

þvottavélar og þurrkarar gegn greiðslu
útiþvottaaðstaða
skiptimarkaður á vörum og mat
gott netsamband um allt svæði
eldunaraðstaða og innisvæði.
farangursgeymsla til styttri og lengri tíma gegn greiðslu
geymsla fyrir hjól og hjólabox
hjólastólaaðgengi er ágætt um svæðið.

Kaffihúsið er á hostelinu við hliðina – Dalur fjölskyldukaffihus
Laugardalslaugin og önnur íþróttasvæði í Laugardalnum!
Morgunverðarhlaðborð á Dal Hostel frá 8 til 10.
Kaffihús, bakari, ísbúð, ... í næsta nágrenni.
Strætó #14 keyrir um Sundlaugaveg og niður í bæ.
Hopp hjólin ná til okkar.
Rútur til/frá flugvellinum stoppa fyrir framan Hostelið, við Tjaldsvæðið
Afþreyingarfyrirtæki ná í gesti á rútusvæðið fyrir framan Hostelið, við Tjaldsvæðið


Verð

Verð 2023

Verð frá 2.850 kr á manninn, ef bókað er á netinu.
Aukagjald fyrir rafmagn og stærri bíla. Sjá bókunarvél á heimasíð
15 ára og yngri gista frítt

Hjólareiðafólk fær 20% kolefnisafslátt af gistingu ef bókað er í móttöku.