"

Tjaldsvæðið Djúpadal

Ferðaþjónustan Djúpadal er gamalgróin bændagisting sem hefur á undanförnum árum verið þróa fjölbreyttari gistimöguleika. Bærinn er í grunnin sauðfjárbýli og í túninu má búast við að rekast á heimalinga og hunda. Í Djúpadal er jarðvarmi og er heita vatnið nýtt til húshitunar og í sundlaugina.

Í Djúpadal er rekið gistiheimili í þrem misstórum húsum, sundlaug og tjaldsvæði og kofagisting. 150m2 aðstöðuhús með matsal gerir það að verkum að auðvelt er að taka á móti litlum hópum.

Gæludýr eru velkomin á tjaldsvæðið í Djúpadal en eigendum/umsjónarmönnum er skylt að tryggja að þau gangi ekki laus og að hreinsa upp eftir sín dýr enda eru dýrin á ábyrgð þeirra á svæðinu. Við viljum benda fólki sérstaklega á það að á bænum búa dýr.

Djúpidalur er hentugur staður til að koma við á leið sinni umhverfis Vestfirði eða til að staldra við í nokkra daga og ferðast út frá. Látrabjarg, Dynjandi, Reykhólar, Hólmavík og Ísafjarðardjúp eru allt staðir sem mögulegt væri að heimsækja í dagsferðum frá Djúpadal. Næsta verslun er á Reykhólum í um 40 mínútna akstursfjarlægð en þar er einnig margt skemmtilegt að skoða, til dæmis báta og hlunnindasýningin. Margar fallegar gönguleiðir eru á svæðinu í nágrenni Djúpadals má sem dæmi nefna leiðina að Vaðalfjöllum og yfir Gufudalsháls.


Þjónusta í boði

  • Opið allt árið
  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Heitur pottur
  • Sundlaug
  • Sturta
  • Hundar leyfðir
  • Leikvöllur
  • Heitt vatn
  • Aðgangur að neti
  • Svefnpokapláss
  • Smáhýsi til útleigu
  • Losun skolptanka
  • Rafmagn

Lýsing á aðstöðu

Á tjaldsvæðinu eru aðstöðuhús með klósetti og sturtu. Vaskur til uppvöskunar er á milli húsana. Efri hluti tjaldsvæðisins er þökulagður og hentar vel tjöldum en neðri hluti svæðisins er með gervigrasi að hluta og hentar vel fyrir ferðavagna og húsbíla. Borð eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu. Aðgangur að rafmagni er á öllu tjaldsvæðinu. Aðstaða er til þess að losa bæði grávatn og seyru úr ferðasalernum.

Á tjaldsvæðinu eru fjórir kofar sem taka 4 gesti í rúm (tvíbreið neðri koja, einbreið efri koja og einbreitt rúm). Í kofunum er auk þess borð og stólar. Kofarnir eru upphitaðir en aðstaða eins og klósett og sturta er samnýtt með tjaldsvæðinu. Kofarnir henta vel þeim vel sem vilja komast í einsskonar útilegu án þess að þurfa að tjalda.

Sundlaugin í Djúpadal er lítil innisundlaug. Utan við húsið er pallur með heitum potti. Gestir laugarinnar eru á eigin ábyrgð í lauginni. Börn skulu ekki skilin eftir eftirlitslaus (í beinni sjónlínu) í lauginni.

Nýtt 150m2 aðstöðuhús hefur nýlega verið reyst við tjaldsvæðið. Þar má finna sófa, borð og stóla, salerni og eldhúskrók. Möguleiki er á að taka aðstöðuhúsið frá fyrir einkasamkvæmi í fyrirfram ákveðin tíma yfir daginn eða kvöldið. Nýlega standsettur hoppubelgur er nærri aðstöðuhúsinu.

Opnunartími

Ferðaþjónustan Djúpadal er opin allan ársins hring. Opið er í sundlaugin frá kl 8-22 alla daga ársins (gestir eru á eigin ábyrgð í lauginni).


Verð

Verð 2023

Tjaldsvæði (tjaldsvæðið er enn í uppbyggingu og því er verðinu stillt mjög í hóf)
Ath: Aðgangur að sundlaug og heitum potti er ekki innifalin í verði

Fullorðnir, 16 ára og eldri: 1.500 kr.
Börn, 15 ára og yngri: frítt
Rafmagn: 1.000kr

Gisting í kofa: grunngjald 7.000 kr. fyrir 1 gest í kofa í svefnpoka. 1500kr fyrir hvern gest eftir það. Mest geta 4 gist í kofa.

Vilji gestir uppábúið rúm greiðast 2.500 kr. fyrir hvert rúm.

Hafið samband á djupadal@simnet.is eða í síma 4347853 fyrir upplýsingar um gistiheimili.

Verðskrá fyrir sundlaug (gestir eru á eigin ábyrgð í lauginni , börn skulu ekki vera úr augnsýn foreldra eða umsjónarmanna)

Fullorðnir 16 ára og eldri: 800 kr.
Börn 6-15 ára: 150 kr.
Börn 5ára og yngri: frítt