"

Urðartindur, Norðurfirði

Tjaldsvæðið stendur á tveimur stórum túnum í Norðurfirði með einstöku útsýni yfir fjörðinn og fjallahringinn allt í kring. Stutt er niður á fallega sandströnd þar sem sjávarniðurinn berst um fjörðinn og börn hafa gaman af að leika sér.


Þjónusta í boði

  • Salerni
  • Eldunaraðstaða
  • Sundlaug
  • Rafmagn

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið stendur á tveimur stórum túnum í Norðurfirði með einstöku útsýni yfir fjörðinn og fjallahringinn allt í kring. Stutt er niður á fallega sandströnd þar sem sjávarniðurinn berst um fjörðinn og börn hafa gaman af að leika sér.

Á svæðinu er stór salur sem tekur 80 manns í sæti við borð, salerni, aðstaða til uppvöskunar og fleira á neðri hæð í gamalli hlöðu sem nýlega var breytt þannig að á neðri hæðinni er fyrrgreind aðstaða og á efri hæðinni eru 4 herbergi með baði sem hægt er að leigja. Hægt er að leigja rafmagn fyrir húsbíla fyrir þá sem þess óska. Í sumar verður byggt grillhús sem stendur öllum opið. Stutt er í sundlaugina að Krossnesi sem stendur við sjávarmálið og í göngufæri er verslun og Kaffi Norðurfjörður sem býður upp á mat og drykki. Þá eru fjölmargar gönguleiðir á svæðinu af ýmsum erfiðleikastigum, stór sandfjara nokkrum metrum frá tjaldsvæðinu að ógleymdri stórfenglegri fjallasýn.
Auk tjaldsvæðisins er boðið upp á gistingu í 2 nýjum smáhýsum fyrir allt að 4 í rúmi/svefnsófa með sér sturtu og baðherbergi, 4 herbergjum á hlöðuloftinu fyrir 2-3 með sturtu og salerni og einum eldri sumarbústað fyrir allt að 6 manns með salerni. Svæðið hentar því vel bæði litlum hópum og allt upp í ættarmót, en fjölmörg ættarmót, fjölskyldumót og brúðkaup hafa verið haldin á svæðinu.


Verð

Verð 2023

Verð fyrir fullorðna, eldri en 15 ára: 1.500 kr.
Verð fyrir börn: Frítt

Rafmagn fyrir ferðavagna: 1.000 kr.
Hleðslustöð fyrir bíla