"

Úthlíð, Biskupstungu

Í Úthlíð í Biskupstungum er rekin alhliða ferðaþjónusta. Þar er sundlaugin Hlíðarlaug, veitingastaðurinn Réttin, bensínstöð, ferðamannaverslun, 9 holu golfvöllur, hestaleiga auk orlofshúsa sem hægt er að leigja til lengri og/eða skemmri tíma. Í golfskála á golfvellinum eru einnig seldar veitingar og varningur.


Þjónusta í boði

  • Opið allt árið
  • Salerni
  • Sturta
  • Golfvöllur
  • Leikvöllur
  • Hestaleiga
  • Eldunaraðstaða
  • Rafmagn

Lýsing á aðstöðu

Tjaldstæði opin allan ársins hring. Inni í verðinu er aðgangur að sturtu og heitum pottum ásamt þægilegri aðstöðu til að borða inni og vaska upp.
Á staðnum er þvottavél og þurrkari sem hægt er að kaupa aðgang að og veitingastaðurinn Réttin þar sem er matseðill með grillmat á sanngjörnu verði og WiFi.


Tjalstæðið í Úthlíð er miðsvæðis á Gullna hringnum, einungis 10 km frá Geysi og 20 km frá Gullfossi. Á veturna er svæðið í kringum Réttina nýtt fyrir Campera og þá er salernisaðstaðan í sundlauginn opin alla nóttina. Úthlíð er frábær staður til að njóta íslenskrar náttúru í kjarrivöxnu umhverfi og horfa til norðurljósa.


Verð

Verð 2024

Í Úthlíð eru aðeins fjölskyldutjaldstæði og aldurstakmark 25 ár nema í fylgd með fullorðnum

Verð: 2.000 kr á mann nóttin. Sturta og heitir pottar innifaldir.
Gistnáttaskattur: 333 kr á tjald/camper/hýsi
Börn, 7 – 16 ára: 1.000 kr nóttin
Börn, 0 – 6 ára: Frítt
Rafmagn: 1.000 kr nóttin

Tilboð fyrir lengri dvalir og hópa.

Sumarstæði:
Hafið samband vegna sumarstæða