"

Hólar í Hjaltadal

Hólar í Hjaltadal eru einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins og er fjölsóttur ferðamannastaður. Sagan, helgi staðarins og náttúrufegurð leiða menn til Hóla. Í Hólaskógi eru afspyrnu falleg rjóður sem veita góð skjól fyrir tjöld og vagna. Ótal gönguleiðir eru um svæðið, auk þess sem góð þjónusta er á svæðinu t.d veitingastaður og sundlaug.


Þjónusta í boði

  • Leikvöllur
  • Sundlaug
  • Salerni
  • Gönguleiðir

Lýsing á aðstöðu

Á tjaldstæðinu er salernisaðstaða með köldu og heitu vatni. Ekkert rafmagn er á tjaldstæðinu en það er einmitt ein af ástæðunum sem gerir þetta svæði eins sjarmerandi og raun ber vitni.

Tjaldsvæði á Sauðárkróki, Hofsós, Hólum og Varmahlíð eru í samstarfi þannig að hægt er að gista fyrstu nóttina á einhverju af þessum fjórum tjaldsvæðum og fá þá lægra verð næstu nótt á eftir á einhverju af hinum tjaldsvæðunum. Nauðsynlegt er að framvísu greiðslukvittun af fyrra tjaldsvæði.

Opnunartími

Opið 1. júní til 1. október


Verð

Verð 2022

1.500 kr fyrir fyrstu nóttina
1.300 kr fyrir næstu nætur.
Elli og örorkuþegar: 1.300 kr
Elli og örorkuþegar: 1.100 kr fyrir næstu nætur

Frítt fyrir börn, 12 ára og yngri