"

CJA camping, Laugar

Tjaldsvæði CJA camping er á bænum Hjalla. Þar er jafnframt rekið lítið gistiheimili, CJA gisting, og stunduð skógrækt. Í heiðinni er Skógræktar- og útivistarsvæði Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga. Auk fjölbreyts trjágróðurs má líka finna þar bæði sveppi og ber. Um skógræktina liggja vegslóðar sem tilvaldir eru fyrir göngu- og/eða hjólreiðatúra. Þá er á Laugum sundlaug, líkamsrækt, frjálsíþróttavöllur, lítill golfvöllur og að sjálfsögðu verslun og veitingastaður.


Þjónusta í boði

  • Opið allt árið
  • Salerni
  • Sturta
  • Gönguleiðir
  • Leikvöllur
  • Þvottavél
  • Eldunaraðstaða
  • Rafmagn

Lýsing á aðstöðu

Hægt er að bóka pláss í gegnum Parka.
Þjónustuhúsnæðið er með upphituðum snyrtingum og sturtum en einföld eldunar- og uppvöskunaraðstaða er óupphitað rými. Gestir eru hvattir til að flokka allt rusl og aðstaða er til seirulosunar. Upplýsingatafla með helstu afþreyingu í nágrenninu og opnunartíma verslana og sundlauga er utan á þjónustuhúsi en starfsfólkið er líka alltaf innan seilingar og veitir fúslega allar upplýsingar og aðstoð.

Upplýsingar um reglur tjaldstæðisins má finna á heimasíðunni.

Til að komast á tjaldsvæðið er beygt heim að Laugum af þjóðvegi 1 í Reykjadal á veg 846. Þegar komið er yfir brúna er beygt til hægri, suðurfyrir sundlaugina. Í miðri brekku upp úr dalbotninum að austanverðu er svo aftur beygt til suðurs (hægri) á ómerktan malarveg sem liggur fram (inn) dalinn og hann ekinn til enda (2 km). þar er Hjalli og Tjaldsvæði CJA. Það eru skilti á brúnni og í brekkunni sem hjálpa til við að vísa veginn. Við gatnamót þjóðvegarins er líka stórt yfirlitskort og annað fyrir framan Íþróttamiðstöðina á Laugum.


Verð

Gjaldskrá 2023

Fullorðnir (18 ára og eldri): 2.000 kr
Táningar (13 - 17 ára): 600 kr
Börn (0 - 12 ára): frítt
Rafmagnstengill (á svæðum G - H & L - M): 700 kr

10% afsláttur ef dvalið er lengur en tvær nætur.