"

Mosskógar

Tjaldsvæði Mosskóga er á fallega grónu og skjólsælu landi í Mosfellsdal, aðeins 17 km frá miðbæ Reykjavíkur. Mosskógar eru fjölskyldu rekin garðyrkjustöð og tjaldsvæði. Grænmetismarkaður er alla laugardaga 10.00-15.00 frá fyrstu helgi í Júlí fram á haust.
Í Mosfellsdal er fjölbreytt afþreying; fallegar gönguleiðir, golfvöllur, hestaleiga, húsdýragarður og Laxnes safn.


Þjónusta í boði

  • Þurrkari
  • Þvottavél
  • Losun skolptanka
  • Rafmagn
  • Salerni
  • Sturta
  • Eldunaraðstaða

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið er umlukið trjágróðri og er hólfað niður. Svæðið er mjög skjólsælt.Góð aðstaða er fyrir tjöld, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla. Á svæðinu er rafmagn, þvottavél, salerni, sturtur og rennandi heitt og kallt vatn. Losunaraðstaða er fyrir ferðasalerni.

Skemmtileg aðstaða er í gróðurhúsi til að sitja inni, elda og borða. Fyrir utan gróðurhúsið er líka aðstaða til að sitja og borða og er þar stórt kolagrill til afnota fyrir gesti. Mosskógar leggja áherslu á fallegt og fjölskylduvænt umhverfi og eru gestir hvattir til að ganga vel um.

Yfirbyggð aðstaða með borðum og bekkjum fyrir allt að 60 manna hópa. Einnig er grænmetismarkaður alla laugardaga kl 10.00-15.00 frá byrjun júlí fram á haust. Nánari uppl. á fésbókarsíðu okkar; Mosskógar Camping Iceland eða í síma; 6636173.

Í Mosfellsdal er allaskonar skemmtilegt; golfvöllur í Bakkakoti, hestaleiga í Laxnesi, húsdýrgarður að Hraðastöðum, rósa og jarðaberjasala í Dalsgarði, og safn að Gljúfrasteini.
Stutt er í sund í mosfellsbæ, matvöruverslanir og eitt besta bakarí landsins; Mosfellsbakarí.

Opnunartími

Opið frá 1.mars - 1.desember


Verð

2024

Verð fyrir fullorðna: 2.500 kr
Verð fyrir börn, yngri en 13 ára: Frítt
Rafmagn: 1.500 kr
Þvottavél: 1000 kr
Þurrkari: 1000 kr
Sturta: Frítt
Wifi: Frítt

Tjaldað í gróðurhúsi: 3.500 kr á mann.